Search
Close this search box.

Rafstýrðir þenslulokar

Carel býður upp á margar lausnir þegar kemur að vali á þenslulokum.

Þenslulokarnir frá Carel eru hannaðir til að uppfylla allar óskir viðskiptavinarins.  Allt frá minnstu kerfum uppí 2000kw í afkastagetu.

Carel þenslulokarnir eru fremstir í flokki á markaðnum í dag þegar kemur að flæðistjórnun og endingu.

Áreiðanleiki

Allir EXV þenslulokar frá Carel hafa verið prófaðir við ítrustu skylirði og er ending lokanna með því mesta sem finnst á markaðnum í dag.

Mjög nákvæm stýring

Carel þenslulokarnir stjórnast af fullkomnum stjórnbúnaði sem er sérstaklega hannaður til að hámarka kæliafköst, með sérstaka áherslu á orkusparnað. Sérstök lögun allra hreyfiþátta tryggir jafnt flæði og betri nýtingu en þekkst hefur.  Hreyfifletir lokans eru úr ryðfríu stáli sem tryggir mikla nákvæmni og endingu.

Einfalt í viðhaldi

Þrátt fyrir að EXV lokarnir séu mjög þéttir, enda með hágæða tefloni sem þéttingu, þá er auðvelt að taka þá í sundur og hreinsa eða skipta um helstu hreyfanlegu fleti.

Mikið úrval af lokum

Carel býður upp á mikla flóru af lokum sem henta við flestar aðstæður. Hér fyrir neðan erum við búnir að taka saman lista af þessum vinsælustu lokum sem við bjóðum upp á í dag í Kælitækni.

 

Tengdar vörur

Scroll to Top