Iðnaðarvarmadælur
Endurnýttu orkuna – lækkaðu rekstrarkostnað og minnkaðu kolefnissporið
Iðnaðarvarmadælur eru lykiltækni í nútíma iðnaði – sérstaklega þar sem bæði kæling og upphitun eiga sér stað á sama tíma. Með varmadælu getur þú endurnýtt varmaorku úr kælikerfum, nýtt hana aftur inn í kerfið og lækkað orkukostnað til muna.
Við hjá Kælitækni sérhæfum okkur í sérsniðnum varmadælukerfum sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður. Lausnir okkar eru hannaðar með sveigjanleika í huga og geta nýst jafnt í lítil sem stór hitakerfi – hvort sem um er að ræða loft í loft, loft í vatn eða kælikerfi með orkuendurvinnslu.



Stórar lausnir með NH₃
MYCOM er leiðandi japanskur framleiðandi á sviði kælitækni og varmadæla fyrir stór iðnaðarkerfi. Þeir bjóða upp á öflugar NH₃ varmadælur sem henta sérstaklega vel þar sem mikil kæli- og varmaþörf fer saman – t.d. í matvælavinnslu og verksmiðjurekstri. Tækin eru hönnuð til að skila hámarksafköstum með lágmarks viðhaldi, jafnvel í erfiðum aðstæðum
- Mjög góð orkunýtni í stóru kerfum
- Byggðar fyrir langvarandi og stöðugan rekstur
- Vandaður búnaður með lágan viðhaldskostnað
Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Hagkvæmar lausnir með R290
MIDEA er alþjóðlegur framleiðandi sem býður hagkvæmar og notendavænar varmadælur með própani (R290). Þær eru sérlega hentugar í smærri iðnaðarnotkun og þar sem áhersla er á umhverfisvænar lausnir með lágri losun. Einfaldleiki og hagkvæmni eru í fyrirrúmi, án þess að fórna áreiðanleika eða orkunýtni
- Umhverfisvænn og öruggur kælimiðill
- Hentar vel fyrir minni og meðalstór verkefni
- Samkeppnishæf lausn í verði og rekstri



Áreiðanleiki og ending með NH₃
SABROE, með danskar rætur og sterka stöðu á norður-evrópskum markaði, framleiðir varmadælur með áherslu á endingargæði og rekstraröryggi. NH₃ lausnir þeirra eru sniðnar að kröfum iðnaðar og matvælaframleiðslu þar sem nákvæm hitastýring og stöðugleiki eru lykilatriði. Þeirra vörur eru þekktar fyrir að skila hámarksafköstum í langan tíma með lágmarks orkutapi.
- Stöðug og örugg afköst við háan þrýsting
- Lág orkunotkun og há nýtni
- Mikið úrval stærða og samsetninga

Sjálfbærni með CO₂
FENAGY sérhæfir sig í sjálfbærum varmadælukerfum sem nota CO₂ – kælimiðil framtíðarinnar. Með rótgróna verkfræðistarfsemi og skýra sýn á loftslagsmarkmið eru lausnir þeirra sérstaklega sniðnar að kalda loftslaginu á Norðurlöndum. Varmadælur frá FENAGY nýtast bæði til kælingar og upphitunar og eru kjörnar fyrir iðnað sem leggur áherslu á kolefnishlutleysi.
- Hentar vel fyrir kaldara loftslag
- Stular að sjálfbærum og umhverfisvænum rekstri
- Nýtist bæði til kælingar og upphitunar
