Á dögunum lauk fyrsta áfanga í kolsýruvæðingu í verslun Hagkaups á Eiðistorgi.

Vélakerfið er smíðað af Þýska framleiðandanum Teko. Vélakerfið virkar bæði sem kæli- og frystikerfi.

Allir afgreiðslukælarnir koma frá sænska birgjanum Arneg. Arneg hefur verið leiðandi á markaði um árabil og ekki skemmir fyrir glæsilegt útlit skápanna.

Kælitækni hefur selt vörur frá Arneg nú um árabil enda gæði skápanna mikil og þróun Arneg í kolsýrukerfum alveg til fyrirmyndar.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af nýju skápunum í Hagkaup á Eiðistorgi.

Við hjá Kælitækni óskum Hagkaup hjartanlega til hamingju með nýju skápana og kolsýruvæðingu fyrirtækisins.

Við kynnum Birgi Bergmann Benediktsson til leiks sem nýjan sölumann hjá okkur í Kælitækni.

Hann hefur þegar hafið störf. Birgir er vélfræðingur að mennt. Síðastliðin ár hefur Birgir starfað sem sölumaður á ýmsum vélbúnaði tengdum sjávarútvegi.

Birgir hefur einnig mikla reynslu úr kælibransanum en hann starfaði um árabil hjá Frost við uppsetningu og þjónustu á ýmsum kælibúnaði.

Birgir er hrein viðbót við sölumannsteymi Kælitækni og mun reynsla hans nýtast okkur vel.

Kælitækni býður Birgi velkominn til starfa og væntir mikils af honum í framtíðinni.

Hörður Fannar Björgvinsson starfsmaður KT-Þjónustu

Starfsmenn Kælitækni-Þjónustu vinna nú hörðum höndum að því að skipta út kælivélabúnaði í Hagkaup Eiðistorgi. 

Kolsýrukerfi keyra á náttúrulegum kælimiðli í stað hefðbundinna ósoneyðandi kælimiðla.  Kerfin nota einnig töluvert minna rafmagn en önnur sambærileg kerfi.

Með aukinni umhverfisvitund og nýrri reglugerð um kælimiðla er krafan um umhverfisvæna kælimiðla að verða sífellt meiri. 

Við hjá Kælitækni erum leiðandi í þeirri þróun og höfum þekkingu og reynslu í uppsetningu og þjónustu á kolsýrukerfum. 

Við hjá Kælitækni óskum Hagkaup til hamingju með nýjan og umhverfisvænan kælivélabúnað.

Inn í framtíðina með Kælitækni

Skúbb-Ísgerð Reykjavíkur keypti nýverið glæsilegan Venere frystiskáp. Venere skáparnir eru sérstaklega hannaðir fyrir ís og ístertur.
Við hjá Kælitækni óskum Skúbb-Ísgerð Reykjavíkur til hamingju með nýja skápinn sinn.

AirPatrol er Eistneskt fyrirtæki staðsett í Tallinn. Allar vörur frá AirPatrol eru hannaðar og framleiddar í Eistlandi sem tryggir mjög há gæði og stenst alla Evrópu staðla. Veðurfar á norðurhveli jarðar er ekkert líkt veðurfari í mið Evrópu og hafa því allar vörur AirPatrol verið prófaðar í norður Skandinavíu. Viðbrögð viðskiptavina hafa verið jákvæð.

Allir hitastillar frá AirPatrol eru þráðlausir og eru með sterkum sendum sem tryggja það að hitastillirinn er alltaf í sambandi við stjórnstöðina. Með því að senda merki á mjög lágri tíðni er merkið frá hitastillunum að jafna 10.sinnum sterkara en frá sambærilegum hitastillum annarra framleiðanda.

Við hjá Kælitækni settum upp eitt prufukerfi hér á landi á dögunum. Hefur það komið mjög vel út og eru notendur sérstaklega ánægðir með viðmótið. Hægt er að stjórna hitastigi í hverju herbergi á hitastillinu, í einföldu appi í símanum eða í tölvunni. Appið frá AirPatrol þykir með einstaklega gott viðmót og hefur verið lofað fyrir það.

Nú er á leiðinni til landsins fyrsta pöntun af þessum vörum ásamt sýningarspjaldi sem við munum setja upp hér hjá okkur í Kælitækni. Við munum bjóða upp á gólfhitastýringarnar frá AirPatrol á mjög hagstæðu verði og munum leggja okkur fram , eins og alltaf, að veita sem bestu þjónustu.