Search
Close this search box.

Kælitækni styrkir alþjóðlegt samstarf með þjálfun í Þýskalandi

Nýlega fór Kælitækni til Þýskalands til að þjálfa tækni- og söluteymi samstarfsaðila okkar, SPX, sem er leiðandi í framleiðslulínum á olíum, smjöri og kremi. Kælitækni er sölu-,þjónustu- og hönnunaraðili á kælikerfum fyrir framleiðslulínur þeirra og hefur Kælitækni hannað og sett upp bæði ammoníak og C02 kerfi fyrir SPX víðsvegar um heiminn

Markmið ferðarinnar var annarsvegar að efla færni og þekkingu teymanna á vöruframboði og tæknilegum eiginleikum kælikerfanna. Hinsvegar var markmiðið að styrkja tengsl fyrirtækjanna og tryggja að bæði söluteymi og tækniteymi þeirra hafi góðan skilning og getu til að nýta sér þau kerfi sem Kælitækni hefur þróað.

Ferðin skiptist í tveggja daga þjálfun, þar sem fyrri dagurinn var helgaður söluteyminu og seinni dagurinn tækniteyminu. Valur, framkvæmdastjóri Kælitækni, og Elís, tæknistjóri, stóðu fyrir kynningum. Valur kynnti fyrirtækið, þann árangri sem náðst hefur innanlands og hvernig Kælitækni hefur orðið leiðandi á sviði kælitækni. Elís tók svo við keflinu og fór yfir tæknilegu hliðar kælikerfanna, með áherslu á hvernig kerfin falla að kröfum og þörfum viðskiptavina.

Þessi ferð var góður vísir að því að Kælitækni geti fest sig í sessi sem áreiðanlegur birgi kælilausna á alþjóðavettvangi, og undirstrikar mikilvægi þess að halda áfram að þróa og markaðssetja lausnir sem geta nýst víða, út frá þörfum alþjóðlegra iðnaðargreina. Heimsóknin til SPX var því mikilvægt skref í að efla Kælitækni og okkar starf á alþjóðamarkaði

Scroll to Top