Kæli- og frystiskápar

Gæða vörur fyrir fjölbreytta starfsemi

Kælitækni býður upp á fjölbreytt úrval af kæli- og frystiskápum sem henta mismunandi starfsemi.

  • Stórmarkaðir og verslanir
  • Hótel og veitingastaðir
  • Fyrirtæki og stofnanir

Við vinnum með leiðandi birgjum sem leggja áherslu á orku sparandi og umhverfisvænar lausnir þar sem falleg hönnun og endingartími eru í fyrirrúmi.

L3BlcmZpb24vOWU4YWIwZDMtZWI3Yy00NTM3LTg4M2UtODEzYzZhMmRkMmExLnBuZw==
Untitled (29)

Leiðandi í yfir 35 ár

Tefcold er þekkt fyrir breiða vörulínu, stuttan afhendingartíma og gott vörval á lager – sem gerir Tefcold að traustum samstarfsaðila fyrir fjölbreyttar lausnir í verslunum, hótel og veitingahúsum og öðrum atvinnugreinum.

Með áherslu á einfaldleika, endingargæði og sveigjanleika, hefur Tefcold byggt upp gott orðspor sem framúrskarandi valkostur fyrir fagfólk. 

Untitled (31)

Sérhannað fyrir þínar þarfir

Arneg er ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í kæli- og frystiskápum fyrir smásölu og atvinnurekstur. Fyrirtækið leggur áherslu á nýsköpun, hönnun og sjálfbærni og sameinar nýjstu tækni við ítalska fagurfræði. Arneg vinnur út frá sterkum gildum líkt og samfélagsábyrgð, orkunýtingu og virðingu fyrir umhverfinu.

Frá verslun Prís við Smáratorg 3. Kælitækni.
IMG_2680
Untitled (32)

Austurrísk nýsköpun

IDEAL AKE hefur í yfir 70 ár skapað nýstárlegar lausnir sem móta framtíð fageldhúsa og veitingareksturs um allan heim. Þeir sameina hagnýta hönnun, tæknilega nákvæmni og djúpa virðingu fyrir efnisgæðum og sjálfbærni. Hugmyndaauðgi er hluti af menningunni og lögð áhersla á að hugsa út fyrir kassann. 

Untitled (33)

Nákvæmni og gæðastýring

Síðan 1989 hefur IRINOX verið brautryðjandi í framleiðslu á blast chillers og hraðfrystum sem tryggja ferskleika, matvælaöryggi og áreiðanleika. Lausnir þeirra eru hannaðar með það að markmiði að hámarka gæði hráefna, lágmarka matarsóun og styðja við öfluga matvælavinnslu með sjálfbærni að leiðarljósi.

conservatore-holding-cabinet-cp-next-irinox-1

Við hjálpum þér að finna réttu lausnina

Scroll to Top