Hótel, veitingastaðir og stóreldhús

Heildarlausnir fyrir hótel, veitingastaði, mötuneyti og vinnustaði

Kælitækni býður upp á heildarlausnir fyrir fyrirtæki sem þurfa á kælingu eða frystingu að halda – allt frá kælikerfum og frystibúnaði til iðnaðarhurða, innréttinga og hönnunar á rýmum. Við vinnum með hótelum, veitingastöðum, mötuneytum og fjölbreyttum vinnustöðum um land allt.

Með öflugu neti traustra birgja og tækni sem byggir á orkusparnaði, áreiðanleika og áherslu á umhverfisvænar lausnir, tryggjum við vandaða og faglega útfærslu – allt frá fyrstu hugmynd að tilbúnu rekstrarrými.

Við leggjum ríka áherslu á að allar lausnir séu hagkvæmar, endingargóðar og hannaðar með daglegan rekstur í huga – með vöktunarkerfum og þjónustusamningum sem styðja við stöðugan og öruggan rekstur til lengri tíma.

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Scroll to Top