Iðnaðarhurðir

Öflug hurðalausn fyrir öryggi, hreinlæti og einangrun

Iðnaðarhurðir gegna lykilhlutverki í virkni og öryggi kæli- og vinnslurýma. Þær þurfa að vera sterkar, einangrandi og hannaðar til þess að standast tímans tönn. Hvort sem um er að ræða klefahurðir eða hraðhurðir, skiptir máli að velja rétta lausn fyrir hverja starfsemi.

Við hjá Kælitækni bjóðum fjölbreyttar hurðalausnir sem eru sérsniðnar að rekstrarþörfum viðskiptavina – með áherslu á endingagóðar hurðir sem auðvelt er að halda við

Efaflex-hraðhurðar
nergeco

Sveigjanleiki og orkunýtni

Nergeco framleiðir hraðopnandi iðnaðarhurðir sem spara orku. Lausnir þeirra henta einstaklega vel í matvælaframleiðslu og kæligeymslum þar sem bæði einangrun og tíðar opnanir skipta miklu máli.

Hurðarnar henta vel í matvælaiðnað, lyfjageirann, lagerinn og allan almennan iðnað

Hraðvirkar og öruggar hurðar

Dynaco er rótgróið vörumerki á sviði iðnaðarhurða. Við hjá Kælitækni bjóðum upp á panel iðnaðarhurðir frá Dynaco. 

Hver hurð er klæðskerahönnuð að þörfum viðskiptavinar í hvert sinn. 

Dynaco-Iðnaðarhurðir
Efaflex-hraðhurðar

Tækni og öryggi í hæsta gæðaflokki

Efaflex er þýskur framleiðandi sem hefur verið leiðandi á markaði þegar kemur að framleiðslu á spíral hurðum, rúlluhurðum og fellihurðum. 

Hurðirnar frá Efaflex eru með þeim glæsilegustu sem finnast á markaðnum í dag

Klefahurðir í hæsta gæðaflokki

Purever framleiðir sterkar kæli- og frystiklefa hurðir sem henta sérstaklega matvæla- og heilbrigðisgeiranum. Hurðirnar eru vottaðar með tilliti til hreinlætiskrafna og eru með einangrunareiginleikum sem tryggja stöðugt hitastig og lágmarka raka- og varmatap.

klefi_1200x800

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu hurðina fyrir þig.

Scroll to Top