Kæli- og frystikerfi
Orkusparandi og umhverfisvæn kerfi
Kælitækni býður upp á öflug og sérsniðin kælikerfi fyrir stórmarkaði og verslanir, hótel og veitingastaði, stóreldhús og önnur fyrirtæki þar sem kæling og frysting eru lykilþættir í daglegum rekstri.
Við leggjum áherslu á orkusparandi lausnir sem sameina áreiðanleika, góða yfirsýn og auðvelda stjórnun. Kælikerfin okkar eru hönnuð með þarfir atvinnulífsins í huga – hvort sem um er að ræða lítil rými eða stærri og flóknari kerfi



Kælikerfi hönnuð og þróuð fyrir íslenskan markað
Heosbox frá Carel er fullkomin lausn þar sem áreiðanleiki, orkusparnaður og sveigjanleiki skipta máli. Lausnin byggir á sjálfstæðum kælieiningum með innbyggðri stýringu og þjöppu, sem einfaldar bæði uppsetningu og viðhald verulega.
Heosbox hentar sérstaklega vel fyrir matvöruverslanir, veitingastaði, hótel og mötuneyti
- Allt að 80% orkusparnaður miðað við hefðbundin F-gasakerfi.
- Allt að 25% orkusparnaður miðað við önnur CO2 kælikerfi
- Framtíðartrygg lausn með CO₂ kælimiðli og snjallri stýringu.
- Sveigjanleg og fljótleg uppsetning sem einfaldar rekstur og eykur nýtingu rýmis.

CO₂ kerfi fyrir nútímaiðnað
TEKO er leiðandi þýskur framleiðandi sem sérhæfir sig í umhverfisvænum kæli- og frystikerfum byggðum á náttúrulegum kælimiðlum – einkum CO₂. Kerfin eru þróuð fyrir krefjandi rekstur og henta vel í stórum kæligeymslum, matvælavinnslu og framleiðslu sem keyrir samfellt.
- Umhverfisvæn tækni byggð á CO₂ kælimiðli
- Skalanleg lausn fyrir fjölbreytt notkunarsvið
- Hönnuð með orkunýtni og langtímaöryggi í huga



Áreiðanleg kerfi fyrir minni rými
Rivacold býður upp á hágæða kælikerfi sem eru sérsniðin að þörfum fyrirtækja, verslana, veitingastaða, hótela og annarra sem þurfa örugga og hagkvæma lausn fyrir kæli- eða frystiklefa. Kerfin henta sérstaklega vel í minni og meðalstór rými þar sem þörf er á orkusparandi og einföldum lausnum.
Við eigum á lager allar helstu stærðir fyrir litla kæli- og frystiklefa, og bjóðum bæði upp á vegghengd kerfi og einingar sem koma ofan á klefana. Öll kerfin keyra á umhverfisvænum kælimiðli – R290 – sem gerir þau að frábærum kost fyrir þá sem vilja draga úr umhverfisáhrifum rekstursins.
- Sérsniðin lausn fyrir kæli- og frystiklefa í litlum og meðalstórum rýmum.
- Einfalt og fljótlegt í uppsetningu, með lágmarks rekstrartruflun.
- Umhverfisvænn kælimiðill (R290) og lausnir sem henta í nútímalegan rekstur