Kæli- og frystikerfi

Orkusparandi og umhverfisvæn kerfi

Kælitækni býður upp á öflug og sérsniðin kælikerfi fyrir stórmarkaði og verslanir, hótel og veitingastaði, stóreldhús og önnur fyrirtæki þar sem kæling og frysting eru lykilþættir í daglegum rekstri.

Við leggjum áherslu á orkusparandi lausnir sem sameina áreiðanleika, góða yfirsýn og auðvelda stjórnun. Kælikerfin okkar eru hönnuð með þarfir atvinnulífsins í huga – hvort sem um er að ræða lítil rými eða stærri og flóknari kerfi

Frá verslun Hagkaup í Smáralind. Kælitækni.
Kælitækni - Garri.
Untitled (34)

Kælikerfi hönnuð og þróuð fyrir íslenskan markað

Heosbox frá Carel er fullkomin lausn þar sem áreiðanleiki, orkusparnaður og sveigjanleiki skipta máli. Lausnin byggir á sjálfstæðum kælieiningum með innbyggðri stýringu og þjöppu, sem einfaldar bæði uppsetningu og viðhald verulega.

Heosbox hentar sérstaklega vel fyrir matvöruverslanir, veitingastaði, hótel og mötuneyti 

Untitled (35)

CO₂ kerfi fyrir nútímaiðnað

TEKO er leiðandi þýskur framleiðandi sem sérhæfir sig í umhverfisvænum kæli- og frystikerfum byggðum á náttúrulegum kælimiðlum – einkum CO₂. Kerfin eru þróuð fyrir krefjandi rekstur og henta vel í stórum kæligeymslum, matvælavinnslu og framleiðslu sem keyrir samfellt.

Untitled-20-TEKO-kaelikerfi
Rivacold topunit
Untitled (36)

Áreiðanleg kerfi fyrir minni rými

Rivacold býður upp á hágæða kælikerfi sem eru sérsniðin að þörfum fyrirtækja, verslana, veitingastaða, hótela og annarra sem þurfa örugga og hagkvæma lausn fyrir kæli- eða frystiklefa. Kerfin henta sérstaklega vel í minni og meðalstór rými þar sem þörf er á orkusparandi og einföldum lausnum.

Við eigum á lager allar helstu stærðir fyrir litla kæli- og frystiklefa, og bjóðum bæði upp á vegghengd kerfi og einingar sem koma ofan á klefana. Öll kerfin keyra á umhverfisvænum kælimiðli – R290 – sem gerir þau að frábærum kost fyrir þá sem vilja draga úr umhverfisáhrifum rekstursins.

Við hjálpum þér að finna réttu lausnina

Kæli- og frystikerfi fyrir iðnað

Heildarlausnir fyrir áreiðanlega og orkusparandi kælingu

Iðnaðarkæli- og frystikerfi þurfa að tryggja nákvæma og stöðuga hitastýringu, hámarks kæligetu og rekstraröryggi allan sólarhringinn. Þau verða að þola mikið álag og standast kröfur um frammistöðu og hagkvæmni.

Hjá Kælitækni bjóðum við upp á heildarlausnir í kælingu fyrir iðnað – frá hönnun og vali búnaðar til uppsetningar og þjónustu. Við leggjum áherslu á orkusparnað, öryggi og afkastagetu, svo kerfið styðji við reksturinn í dag – og næstu árin.

co2-kerfi-garri
Untitled-20-TEKO-kaelikerfi

CO₂ kerfi fyrir nútímaiðnað

TEKO er leiðandi þýskur framleiðandi sem sérhæfir sig í umhverfisvænum kæli- og frystikerfum byggðum á náttúrulegum kælimiðlum – einkum CO₂. Kerfin eru þróuð fyrir krefjandi rekstur og henta vel í stórum kæligeymslum, matvælavinnslu og framleiðslu sem keyrir samfellt.

Kraftmikil NH₃ kerfi

MYCOM býður upp á ammoníakkerfi sem eru sérhönnuð fyrir iðnað þar sem mikil kæligeta og stöðugleiki eru nauðsynleg. Þau henta vel í frystihúsum, sjávarútveg og verksmiðjum.

Untitled-21-MYCOM NH3 (1)
image-20221008-111427-a6d2871b

Frábærar lausnir fyrir stöðuga kælingu í iðnaði

HEOSBOX frá CAREL er háþróuð kæli- og frystilausn sem sameinar stýringu og kælibúnað í einni einingu. Kerfið hentar einstaklega vel í iðnaði þar sem nákvæm hitastýring og rekstraröryggi eru í forgrunni – til dæmis í fiskvinnslu, dreifingargeymslum og öðrum viðkvæmum kæli- og frystirýmum.

Einfaldar lausnir fyrir smærri iðnaðarrými

SINOP framleiðir samsettar kælieiningar sem henta sérstaklega vel fyrir minni iðnaðarrými. Lausnirnar eru einfaldar í uppsetningu, gefa góðan stöðugleika auk þess að draga úr rekstrarkostnaði

Untitled-22-SINOP

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Scroll to Top