Kæli- og frystikerfi fyrir iðnað
Heildarlausnir fyrir áreiðanlega og orkusparandi kælingu
Iðnaðarkæli- og frystikerfi þurfa að tryggja nákvæma og stöðuga hitastýringu, hámarks kæligetu og rekstraröryggi allan sólarhringinn. Þau verða að þola mikið álag og standast kröfur um frammistöðu og hagkvæmni.
Hjá Kælitækni bjóðum við upp á heildarlausnir í kælingu fyrir iðnað – frá hönnun og vali búnaðar til uppsetningar og þjónustu. Við leggjum áherslu á orkusparnað, öryggi og afkastagetu, svo kerfið styðji við reksturinn í dag – og næstu árin.



CO₂ kerfi fyrir nútímaiðnað
TEKO er leiðandi þýskur framleiðandi sem sérhæfir sig í umhverfisvænum kæli- og frystikerfum byggðum á náttúrulegum kælimiðlum – einkum CO₂. Kerfin eru þróuð fyrir krefjandi rekstur og henta vel í stórum kæligeymslum, matvælavinnslu og framleiðslu sem keyrir samfellt.
- Umhverfisvæn tækni byggð á CO₂ kælimiðli
- Skalanleg lausn fyrir fjölbreytt notkunarsvið
- Hönnuð með orkunýtni og langtímaöryggi í huga

Kraftmikil NH₃ kerfi
MYCOM býður upp á ammoníakkerfi sem eru sérhönnuð fyrir iðnað þar sem mikil kæligeta og stöðugleiki eru nauðsynleg. Þau henta vel í frystihúsum, sjávarútveg og verksmiðjum.
- Öflug kæling með hámarksafköstum
- NH₃ er umhverfisvænn kælimiðill
- Endingargóð og viðhaldsvæn lausn



Frábærar lausnir fyrir stöðuga kælingu í iðnaði
HEOSBOX frá CAREL er háþróuð kæli- og frystilausn sem sameinar stýringu og kælibúnað í einni einingu. Kerfið hentar einstaklega vel í iðnaði þar sem nákvæm hitastýring og rekstraröryggi eru í forgrunni – til dæmis í fiskvinnslu, dreifingargeymslum og öðrum viðkvæmum kæli- og frystirýmum.
- Stýring sem tryggir stöðugt hitastig
- Góð orkunýting og lægri rekstrarkostnaður
- Tilvalið fyrir matvæla- og sjávarútvegsiðnað þar sem öryggi skiptir máli

Einfaldar lausnir fyrir smærri iðnaðarrými
SINOP framleiðir samsettar kælieiningar sem henta sérstaklega vel fyrir minni iðnaðarrými. Lausnirnar eru einfaldar í uppsetningu, gefa góðan stöðugleika auk þess að draga úr rekstrarkostnaði
- Einfaldar og hagkvæmar lausnir fyrir minni iðnað
- Kælikerfi með áreiðanlegri hitastýringu
- Auðveld uppsetning og viðhald
