Plötu- og lausfrystar

Hámarks afköst og stöðug gæði við frystingu

Í iðnaði þar sem afköst skipta miklu máli er frystitæknin lykilatriði. Frysting þarf að vera hröð, stöðug og hrein – án þess að skerða gæði hráefnisins. Hvort sem um er að ræða plötufrystingu fyrir flatar einingar eða lausfrystingu (IQF) fyrir smærri einingar, þarf kerfið að vera nákvæmt og skilvirkt.

Við hjá Kælitækni bjóðum sérhæfðar frystilausnir sem byggja á áralangri þekkingu og samstarfi við leiðandi framleiðanda. Lausnirnar eru hannaðar með  notendavænni hönnun í huga – til að tryggja hámarks afköst og góða vöru.

Untitled-19-OFS-2
Untitled-18-OFS-1

Áhersla á afköst og einfaldleika

Orangefreezing Solutions býður upp á háafkasta frystibúnað sem hannaður er fyrir bæði sjávarútveg og matvælaiðnað. Þau bjóða plötufrystar og IQF (individual quick freezing) lausnir sem tryggja jöfn frystiskilyrði og stuttan frystitíma. Lausnir þeirra eru þekktar fyrir einfalda hönnun, góða orkunýtingu og trausta smíði sem stenst daglegt álag.

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Scroll to Top