Pressur og aukahlutir

Hjartað í hverju kælikerfi

Pressur eru kjarni hvers iðnaðarkerfis sem byggir á kælingu eða varmaflutningi. Þær ráða bæði afköstum og áreiðanleika – og velja þarf pressu sem stenst álag og nýtist vel við íslenskar aðstæður.

Við hjá Kælitækni bjóðum fjölbreytt úrval pressa frá og aukahluta frá traustum framleiðendum fyrir krefjandi rekstrarumhverfi, þar sem ending, þjónusta og orkunýting skipta máli. Slíkur búnaður gegnir lykilhlutverki í tryggingu áreiðanlegs flæðis kælimiðils og hjálpar til við að halda orkukostnaði í lágmarki – allt eftir stærð og umfangi verkefnisins. 

PRESSA
Untitled-2 (4)

Japönsk gæði og ending

MYCOM er japanskur gæðaframleiðandi sem hefur sérhæft sig í þróun og framleiðslu á pressum fyrir krefjandi iðnaðarnotkun. Lausnir þeirra byggja á áratuga tækniþekkingu og henta sérstaklega vel fyrir ammoníak (NH₃) og aðrar náttúrulegar kælimiðlategundir. MYCOM pressur eru þekktar fyrir langan líftíma, stöðugleika í rekstri og hámarks orkunýtni.

Hagkvæm og einföld lausn

FRASCOLD er ítalskur framleiðandi með sterka fótfestu í Evrópu. Þeir bjóða hagkvæmar lausnir með góðum afköstum fyrir minni og meðalstór kælikerfi. Með áherslu á nýsköpun og einfalt viðhald hafa pressur frá FRASCOLD reynst vel í bæði matvælaiðnaði og verslunum.

Untitled-5-Frascold
Untitled-4-Bitzer

Bitzer

Þýsk nákvæmni og sveigjanleiki

BITZER er þýskt gæðamerki og einn af stærstu framleiðendum pressa í heiminum. Þeir bjóða fjölbreytt úrval lausna fyrir allt frá minni verslunum upp í flókin iðnaðarkerfi. BITZER er þekkt fyrir nákvæmni, endingargæði og mikla sveigjanleika í notkun – pressurnar eru hentugar í bæði loftkæld og vatnskæld kerfi.

Norræn tækni

SABROE er danskt fyrirtæki með langa sögu og sterk tengsl við norrænan iðnað. Þau bjóða upp á öflugar skrúfu- og stimplapressur sem eru hannaðar til að standast háan þrýsting og langvarandi álag. Lausnir frá SABROE eru oft notaðar í stórum iðnaðarkerfum þar sem áreiðanleiki og hagkvæmni eru í forgrunni.

Untitled-3-sabroe
Untitled-6-Dorin

Framtíðarlausnir með CO₂

 

DORIN hefur sérhæft sig í pressum fyrir CO₂. Þau eru meðal leiðandi framleiðenda á þessum sviðum og bjóða lausnir sem styðja við umhverfisvænu kælikerfi framtíðarinnar. Pressur frá DORIN henta sérstaklega vel í kerfi þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og lágt kolefnisspor

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Scroll to Top