Stórmarkaðir og verslanir
Heildarlausnir frá traustum birgjum
Kælitækni býður upp á heildarlausnir fyrir stórmarkaði og verslanir – allt frá kælikerfum og iðnaðarhurðum til hönnunar og innréttinga. Hvort sem um er að ræða sjálfstæðar verslanir, sérverslanir eða stærri keðjur, þá bjóðum við upp á lausnir sem taka mið af þörfum hvers og eins rekstrar.
Með öflugu neti traustra birgja og tækni sem byggir á orkusparnaði og áreiðanleika með áherslu á umhverfisvænar lausnir, tryggjum við vandaða framkvæmd frá fyrstu hugmynd að fullbúnu rými.
Við leggjum áherslu á að hver lausn sé hagkvæm, endingargóð og vel útfærð – með vöktunarkerfum og þjónustusamningum sem styðja við stöðugan og öruggan rekstur.

Kæli- og frystiskápar
Kæli- og frystiskápar
Vandaðir skápar sem henta í hvaða aðstæðum sem er
Kæli- og frystikerfi
Kæli- og frystikerfi
Orkusparandi og umhverfisvæn kerfi
Vöktun og þjónusta
Vöktun og þjónusta
Lykilatriði í því að tryggja rekstaröruggi