Stýringar og SCADA kerfi
Rauntímastýring og fullkomin yfirsýn
Stýringar og SCADAkerfi skipta miklu máli þegar kemur að kæli- og hitakerfum. Þau tryggja nákvæma stjórn, auka orkunýtni og einfalda viðhald með góðri yfirsýn og greiningu.
Við hjá Kælitækni bjóðum gott úrval stýringa og SCADA lausna sem hægt er að sérsníða að hverju kerfi. Þessi kerfi bjóða upp á yfirsýn, sjálfvirkt viðvörunarkerfi og hagræðingu í rekstri – sem skilar sér í minni orkunotkun, minna viðhaldi og bættu rekstraröryggi



Sveigjanleiki og samhæfing
CAREL býður upp á fjölbreyttar stýringar sem auðvelt er að tengja við önnur kerfi. Þau henta vel jafnt í smærri kælikerfum sem og stærri iðnaðarkerfum þar sem nákvæm stýring og áreiðanleiki eru lykilatriði.
- Sveigjanleg kerfi sem hentar í ýmsum aðstæðum
- Einföld samþætting við önnur tæki
- Áreiðanleg og notendavæn stjórnun
Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Hágæða sjálfvirkni
DANFOSS er vel þekkt í kæliiðnaðnum og býður upp á fjölbreytt úrval af varmaskynjurum og stýringum . Lausnir þeirra eru hannaðar til að hámarka orkusparnað og gera einfalda viðhald
- Vandaðar og nákvæmar stýringar
- Henta vel í matvælaiðnað og verslanir
- Orkusparandi og endingagóðar lausnir



Alhliða SCADA lausnir
SIEMENS býður upp á SCADA og PLC kerfi sem nýtast í stærri og flóknari iðnaðarkerfum. Þeirra lausnir eru byggðar á áratuga reynslu og bjóða upp á góða yfirsýn, sjálfvirkar viðvaranir og öfluga greiningu í rauntíma.
- Fyrir stærri iðnaðarkerfi
- Frábært úrval mælaborða og greiningatækja
- Örugg og skalanleg stjórnkerfi