Tefcold
Danski framleiðandinn Tefcold hefur í yfir 35 ár verið leiðanda á markaði fyrir verslanir, hótel og veitingastaði í framleiðslu á kæli- og frystiskápum.
Fyrirtækið leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum úrvals lausnir sem ekki aðeins mæta þörfum þeirra fyrir kælingu, heldur gera það á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.
Þetta gerir Tefcold með því að bjóða upp á fjölbreytta vörulínu af skápum í A og B orkuflokki. Með þessu mikla framboði geta viðskiptavinir valið úr góðu úrvali af skápum sem uppfylla mismunandi þarfir og kröfur, hvort sem það er varðandi stærð, orkunotkun eða verð.







Kælitækni er umboðsaðili fyrir Tefcold á Íslandi og leggur mikla áherslu á að veita góða þjónustu og úrval af skápum frá Tefcold.
Kælitækni er með mikið úrval á lager hjá sér en einnig er afhendingartími stuttur sem er mikilvægt fyrir okkar viðskiptavini þar sem tíminn er verðmætur.
Kælar frá Tefcold notast við umhverfisvæna kælimiðla, þetta er nauðsynlegt í nútíma umhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfbærari lausnir og að draga úr orkunotkun.
Endilega hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.