Þjónustudeild
Við hjá Kælitækni sérhæfum okkur í uppsetningu, viðhaldi og viðgerðum á á öllu sem viðkemur kæli og frystingu.
Í þjónustudeildinni eru 15 starfsmenn sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu og því erum við vel í stakk búin til að mæta öllum þínum þörfum varðandi kælitækni.
Uppsetning og þjónusta
Við bjóðum upp á faglega uppsetningu á öllum gerðum kæli- og frystibúnaðar, allt frá kæliskápum og klakavélum til stærri kæli- og frystikerfa. Hvort sem um er að ræða nýja uppsetningu eða endurnýjun eldri kerfa, þá tryggjum við að allt gangi snurðulaust og skilvirkni sé í hámarki.
Fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir
Reglulegt viðhald er lykilatriði til að tryggja langan líftíma og hámarksafköst kælibúnaðar. Við bjóðum því upp á sérsniðna þjónustusamninga sem innihalda fyrirbyggjandi viðhald og fljótlegar viðgerðir til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar bilanir og stopp í rekstri.
Vöktun og eftirlit
Með nýjustu tækni í vöktun og eftirliti tryggjum við að búnaðurinn þinn virki eins og best verður á kosið allan sólarhringinn. Við fylgjumst með stöðu búnaðarins í rauntíma og grípum inn í ef þörf krefur til að tryggja öryggi og skilvirkni.
Bakvakt allan sólarhringinn
Við vitum að bilanir koma sjaldnast upp á hentugum tíma, þess vegna erum við með bakvakt til taks allan sólarhringinn, allt árið um kring. Þú getur treyst því að við erum fljót að bregðast við ef upp koma bilanir
Láttu okkur hjálpa þér að tryggja áreiðanleika og hagkvæmni í þínum rekstri.