Umhverfisstefna Kælitækni
Umhverfismál eiga að vera ofarlega á forgangslista fyrirtækja og hefur Kælitækni lagt mikla áherslu á þau í sinni vinnu. Fyrirtækið vinnur markvisst að því að taka ábyrgð á sínum þætti í umhverfismálum. Fyrirtækið stígur stór skref í þeirri vinnu með því að móta og setja fram umhverfisstefnu núna árið 2024
Vinnan sem unninn er tekur stöðugum breytingum og mun Kælitækni bæta við og breyta sinni umverfisstefnu eftir því sem við á.
- Orkuskiptin er stærsta verkefni nútímans og vill Kælitækni leggja sitt af mörkum með því að bjóða uppá umhverfisvænar lausnir sem spara raforku.
- Þessar umhverfisvænu lausnir draga einnig úr losun gróðurhúsaloftegunda. Með því að skipta út freon sem kælmiðli og fá inn CO2 mun losun dragast saman
- Kælitækni fór af stað í sína vegverð í umhverfisvænum lausnum árið 2016 og heldur áfram að þróa þær lausnir og hvetja sína kúnna til þess að taka þær upp
- Kælitækni leggur áherslu á umhverfisvæna kælimiðla og stefna á að hætta notkun á F-gösum
- Kælitækni mun auka sitt samstarf við birgja sem bjóða uppá vörur sem falla inní orkuflokk A eða hærri.
- Kælitækni leggur áherslu á að auka skilning, áhuga og þekkingu starfsfólks á umhverfismálum
- Kælitækni leggur sig fram við að hafa upplýsingar varðandi flokkun og endurvinnslun sýnilegar og aðgengilegar fyrir bæði starfsmenn og viðskiptavini
- Starfsfólk Kælitækni leggur sig fram við að flokka, endurvinna eða eyða þeim úrgangi eða spilliefnum sem koma til bæði innanhús og utanhús í tengslum við starfsemi fyrirtækisins.