Umhverfisstefna Kælitækni
Kælitækni leggur mikla áherslu á umhverfismál og vinnur markvisst að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum með umhverfisvænum lausnum sem styðja við orkuskiptin
Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum styðjum við viðskiptavini okkar í átt að umhverfisvænni framtíð og vinnum að stöðugri bætingu á eigin starfsemi.


Vinnan sem unninn er tekur stöðugum breytingum og mun Kælitækni bæta við og breyta sinni umverfisstefnu eftir því sem við á.
- Kælitækni hefur frá árinu 2016 unnið að þróun umhverfisvænna kælikerfa sem nota CO₂ í stað F-gasa. Þessi nýju kerfi draga ekki aðeins úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur stuðlar einnig að betri nýtingu orkunnar.
- CO₂ kerfin nota allt að 80% minni orku en hefðbundin F-gaskerfi og 25-35% minni orku en önnur sambærileg CO₂ kerfi á markaðnum. Við fræðum viðskiptavini okkar um ávinninginn af þessum lausnum og hvetjum þá til að taka upp umhverfisvæn kerfi.
- Við stefnum að því að draga markvisst úr eldsneytisnotkun með því að sameina ferðir þar sem það er mögulegt, fræða starfsfólk og velja sparneytna og umhverfisvæna kosti þegar endurnýja þarf bílaflotann. Árið 2030 munu allir bílar Kælitækni ganga fyrir umhverfisvænum orkugjafa.
- Við lágmörkum úrgang í starfsemi okkar með ábyrgri endurvinnslu og flokkun. Við tryggjum að spilliefni séu meðhöndluð á réttan hátt og hvetjum bæði starfsfólk og viðskiptavini til að taka þátt í betri úrgangsstjórnun.
- Kælitækni starfar í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar reglugerðir um kælimiðla og loftslagsmál, þar á meðal reglugerð nr. 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Við höfum skuldbundið okkur til að útrýma F-gösum í takt við Kigali-breytinguna við Montréal-bókunina.
- Til að styðja við langtímastefnu okkar munum við innleiða ISO 14001 vottun í umhverfisstjórnun fyrir árið 2025. Þessi vottun tryggir að við vinnum stöðugt að umbótum í umhverfismálum og fylgjum alþjóðlegum stöðlum. Við höfum þegar dregið úr notkun F-gasa og munum skuldbinda okkur til þess að setja ekki upp fleiri kælikerfi sem notast við F-gös.
- Við vinnum náið með birgjum sem deila okkar sýn á sjálfbærni og ábyrga umhverfisvitund. Við leggjum áherslu á að vinna með birgjum sem bjóða upp á vörur sem notast við umhverfisvæna kælimiðla. Við erum stolt af því að geta boðið upp á vörur með umhverfisvæna kælimiðla í öllum okkar vöruflokkum.
- Við munum áfram vinna að því að lágmarka losun, bæta orkunýtni og styðja við viðskiptavini okkar í átt að umhverfisvænni framtíð.