Vatnskælikerfi „Chillers“

Frábær kæling í iðnað

Vatnskælikerfi (e. chillers) tryggja nákvæma og stöðuga kælingu þar sem hefðbundin loftkæling dugar ekki eða þar sem kæla þarf vökva fyrir frekari framleiðsluferla. Slík kerfi eru kjörin í matvæla- og drykkjarframleiðslu þar sem hitastig þarf að vera stöðugt og áreiðanlegt allan sólarhringinn.

Við hjá Kælitækni bjóðum upp á chiller-lausnir sem eru sniðnar að íslenskum aðstæðum og krefjandi rekstri. Lausnirnar henta sérstaklega þar sem nákvæm hitastýring og hámarks rekstraröryggi eru nauðsynleg – t.d. þar sem framleiðsla fer fram allan sólarhringinn.

Untitled-13-TEKO-Chiller
Untitled-13-TEKO-Chiller

CO₂ lausnir framtíðarinnar

TEKO er þýskur framleiðandi með sterka áherslu orkusparandi og umhverfisvænar lausnir. Vatnskælikerfi þeirra eru þróuð með CO₂ sem kælimiðil og eru sniðin að kröfum nútímans. TEKO býður upp á lausnir sem eru áreiðanlegar, hagkvæmar í rekstri og sniðnar að kröfum nútímans

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Kraftmikil NH₃ kæling fyrir allan iðnað

MYCOM býður öflug vatnskælikerfi með ammoníaki (NH₃) sem kælimiðil. Þessi kerfi henta sérstaklega vel í umfangsmikla iðnaðarvinnslu, kælikerfi í framleiðslu eða stórum geymslum. Lausnir þeirra leggja áherslu á endingargæði og stöðuga kæligetu, jafnvel í mjög krefjandi aðstæðum.

mycom

Fugu og Taka

mCHILLER FUGU og TAKA eru hluti af staðlaðri vatnskælikerfaseríu frá Mayekawa sem hönnuð er með áherslu á orkunýtni og sjálfbærni. FUGU er vatnskæld lausn og TAKA loftkæld, en báðar notast við náttúrulegan kælimiðil – ammoníak (NH₃).

Lausnirnar eru hannaðar með einfaldleika í uppsetningu í huga og eru tilbúnar til tengingar, sem sparar tíma og kostnað við innleiðingu. Lág NH₃ hleðsla tryggir hámarks öryggi í rekstri ásamt langri endingu og lágmarks viðhaldi.

Scroll to Top