Vatnsvélar

Vatnsvélar og lausnir fyrir nútímalegan rekstur

Hvort sem þú þarft kalt, heitt eða kolsýrt vatn – þá finnur þú réttu lausnina hjá Kælitækni. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og vandaðar vatnsvélar frá Blupura og BRITA, sem henta fyrir ólíkan rekstur og mismunandi rými.

 Við getum aðstoðað þig að velja lausn sem hentar nákvæmlega þínum þörfum – hvort sem um er að ræða afgreiðslur og móttökur, eldhús, fundarsali, veitingastaði, hótel eða kaffistofu. 

Allt frá snjöllum og fallegum krönum til öflugra gólfvéla – Þá erum við með lausnina fyrir þig.

Blupura

Kalt vatn og kolsýra

Blupura eru leiðandi í þessum bransa og leggur mikla áherslu á sjálfbærni í sinni vinnu. Til marks um það er Blupura eini vatnsvélaframleiðandinn sem notast ekki við freon í sinni kælingu og hefur hlotið viðurkenningu fyrir það. Þessi sjálfbærnivæðing hjá Blupura lítur líka að því að minnka umfang plasts.

Frábærar vatnslausnir

BRITA hefur í áratugi verið leiðandi í þróun á drykkjarvatnslausnum – með skýra sýn á sjálfbærni, hreinleika og hönnun. Við hjá Kælitækni bjóðum upp á úrval BRITA vatnslausna sem henta sérstaklega vel fyrir hótel, veitingastaði, mötuneyti og vinnustaði sem vilja draga úr plastnotkun og bæta upplifun gesta og starfsfólks.

2021_BRITA_Extra_I-Shape_tap_top_shot_191314_0

Vertu í sambandi við söluráðgjafa okkar til að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

Scroll to Top