Hönnun og rými
Við hjálpum þér að skapa rými sem virkar
Hjá Kælitækni bjóðum við upp á heildstæða þjónustu fyrir fyrirtæki sem vilja hanna eða endurnýja sitt þjónusturými – hvort sem um er að ræða matvöruverslanir, sjálfsafgreiðslur, veitingastaði eða mötuneyti
Í samstarfi við INTRAC og Emainox útvegum við innréttingar, borð, hillukerfi, kælibúnað og sérsniðnar einingar sem tryggja bæði faglegt útlit og hámarks nýtingu á rými.


Intrac
Tímalaus hönnun
INTRAC S.p.A. er ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á hillukerfum, afgreiðsluborðum og innréttingum fyrir stórverslanir, smásöluverslanir og HORECA-geirann (hótel, veitingastaðir og veitingarekstur) . Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og hefur síðan þá þróað sérhæfðar lausnir fyrir verslanir og þjónusturými.
- Sérsniðnar lausnir fyrir verslanir og HORECA-geirann, með áherslu á sveigjanleika og hagnýta hönnun.
- Lausnir fyrir hefðbundin og sjálfvirk afgreiðsluborð – hentugt fyrir ólík verslunarrými.
- Innréttingar aðlagaðar að vörumerki og rými – bæði í útliti og virkni.
- Heildarferli frá ráðgjöf og hönnun til uppsetningar, viðhalds og varahluta.
Emainox
Lausnir fyrir stóreldhús og veitingageirann
Emainox er ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á faglegum innréttingum og búnaði fyrir matvælaiðnað, veitingastaði og verslanir. Þeir bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum sem henta mismunandi þörfum í matvælageiranum.
- Innbyggðar einingar sem henta fyrir sjálfsafgreiðslu og matvælaskipulag.
- Búnaður sem auðveldar sjálfsafgreiðslu í mötuneytum og veitingastöðum.
- Innréttingar og búnaður sem eru aðlagaðir að sérstökum þörfum viðskiptavina.
- Sérhannaðir skápar til að geyma og sýna vín og kökur við réttar aðstæður.





Heildarlausn
Hugmynd, útfærsla og uppsetning
Við hjá Kælitækni tökum að okkur allt ferlið – frá fyrstu hugmynd og ráðgjöf til uppsetningar. Með traustum samstarfsaðilum eins og Intrac og Emainox getum við útvegað hágæða lausnir sem eru sérsniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar. Hvort sem þú ert að opna nýjan stað eða endurnýja eldri aðstöðu, hjálpum við þér að skapa faglegt og skilvirkt rými.