Search
Close this search box.

Gólfhitastýringar frá AirPatrol

AirPatrol er Eistneskt fyrirtæki staðsett í Tallinn. Allar vörur frá AirPatrol eru hannaðar og framleiddar í Eistlandi sem tryggir mjög há gæði og stenst alla Evrópu staðla. Veðurfar á norðurhveli jarðar er ekkert líkt veðurfari í mið Evrópu og hafa því allar vörur AirPatrol verið prófaðar í norður Skandinavíu. Viðbrögð viðskiptavina hafa verið jákvæð.

Allir hitastillar frá AirPatrol eru þráðlausir og eru með sterkum sendum sem tryggja það að hitastillirinn er alltaf í sambandi við stjórnstöðina. Með því að senda merki á mjög lágri tíðni er merkið frá hitastillunum að jafna 10.sinnum sterkara en frá sambærilegum hitastillum annarra framleiðanda.

Við hjá Kælitækni settum upp eitt prufukerfi hér á landi á dögunum. Hefur það komið mjög vel út og eru notendur sérstaklega ánægðir með viðmótið. Hægt er að stjórna hitastigi í hverju herbergi á hitastillinu, í einföldu appi í símanum eða í tölvunni. Appið frá AirPatrol þykir með einstaklega gott viðmót og hefur verið lofað fyrir það.

Nú er á leiðinni til landsins fyrsta pöntun af þessum vörum ásamt sýningarspjaldi sem við munum setja upp hér hjá okkur í Kælitækni. Við munum bjóða upp á gólfhitastýringarnar frá AirPatrol á mjög hagstæðu verði og munum leggja okkur fram , eins og alltaf, að veita sem bestu þjónustu.

Scroll to Top