Á dögunum lauk fyrsta áfanga í kolsýruvæðingu í verslun Hagkaups á Eiðistorgi.
Vélakerfið er smíðað af Þýska framleiðandanum Teko. Vélakerfið virkar bæði sem kæli- og frystikerfi.
Allir afgreiðslukælarnir koma frá sænska birgjanum Arneg. Arneg hefur verið leiðandi á markaði um árabil og ekki skemmir fyrir glæsilegt útlit skápanna.
Kælitækni hefur selt vörur frá Arneg nú um árabil enda gæði skápanna mikil og þróun Arneg í kolsýrukerfum alveg til fyrirmyndar.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af nýju skápunum í Hagkaup á Eiðistorgi.
Við hjá Kælitækni óskum Hagkaup hjartanlega til hamingju með nýju skápana og kolsýruvæðingu fyrirtækisins.