Umhverfisvæn kælikerfi
Síðan 2016 hefur Kælitækni verið leiðandi á sviði umhverfisvænna kælilausna á Íslandi og sérhæft sig í hönnun og uppsetningu kælikerfa sem notast við umhverfisvæna kælimiðla.
Við bjóðum upp á breitt úrval af kælikerfum sem henta fyrir fjölbreytta viðskiptavini, allt frá litlum veitingahúsum til stærri iðnaðarfyrirtækja líkt og álver og fiskvinnslur. Okkar markmið er að veita hverju fyrirtæki þá kælilausn sem best hentar þeirra þörfum, með áherslu á umhverfisvernd og orkunýtni.
Í samstarfi við leiðandi alþjóðleg fyrirtæki í framleiðslu kælikerfa líkt og Teko, Rivacold, Mycom og Carel, tryggjum við aðgengi að nýjastu tækni á þessu sviði.
Þessir birgjar gerir okkur kleift að bjóða upp á háþróaðar lausnir sem ekki aðeins uppfylla ströngustu kröfur um umhverfisvæn kælikerfi, heldur einnig tryggja áreiðanleika og langlífi kerfanna.
Við hjá Kælitækni höfum sett upp yfir 200 umhverfisvæn kælikerfi víðsvegar um landið, sem hefur styrkt stöðu okkar á þessu sviði. Við erum stolt af því að vera leiðandi í umhverfisvænum kerfum og að geta veitt viðskiptavinum okkar örugga og skilvirka lausnir sem stuðla að bættri orkunýtni og lægri rekstrarkostnaði. Okkar skuldbinding við umhverfisvænar lausnir og áhersla á stöðuga þróun og endurbætur tryggja að við getum haldið áfram að mæta vaxandi kröfum markaðarins og stuðla að sjálfbærari framtíð.