Nýtt kolsýrukerfi í Hagkaup Eiðistorgi

Starfsmenn Kælitækni-Þjónustu vinna nú hörðum höndum að því að skipta út kælivélabúnaði í Hagkaup Eiðistorgi. 

Kolsýrukerfi keyra á náttúrulegum kælimiðli í stað hefðbundinna ósoneyðandi kælimiðla.  Kerfin nota einnig töluvert minna rafmagn en önnur sambærileg kerfi.

Með aukinni umhverfisvitund og nýrri reglugerð um kælimiðla er krafan um umhverfisvæna kælimiðla að verða sífellt meiri. 

Við hjá Kælitækni erum leiðandi í þeirri þróun og höfum þekkingu og reynslu í uppsetningu og þjónustu á kolsýrukerfum. 

Við hjá Kælitækni óskum Hagkaup til hamingju með nýjan og umhverfisvænan kælivélabúnað.

Inn í framtíðina með Kælitækni

Scroll to Top