Kælitækni í viðtali á RÚV: Umhverfisvænar lausnir í sókn

Elís H. Sigurjónsson, tæknistjóri Kælitækni, ræddi nýlega við Samfélagið á RÚV um jákvæðar breytingar á kælimiðlamarkaðnum og árangur af aðgerðum stjórnvalda gegn flúoruðum gróðurhúsalofttegundum (F-gösum). Þetta viðtal er framhald af  viðtali við Elís árið 2019 þar sem hann lýsti miklum áhyggjum af ástandinu á markaðnum og benti á aðgerðarleysi og skort á eftirliti.

Aðgerðir stjórnvalda hafa reynst mjög árangursríkar en samkvæmt RÚV hefur losun F-gasa dregist saman um 37% á þremur árum og innflutningur á þessum efnum er nú þegar minni en markmið stjórnvalda gera ráð fyrir árið 2036.

Elís bendir á að markaðurinn hafi tekið vel við sér eftir umræðuna sem hófst 2019, og að kröfur um umhverfisvænar og orkusparandi lausnir hafi aukist verulega. Kælitækni hefur brugðist við þessari þróun með þróun og innleiðingu  lausna eins og HEOSbox-kælikerfinu, íslenskri hönnun í samstarfi við ítalska fyrirtækið Carel. Lausnin er ekki aðeins umhverfisvænt heldur býður það einnig upp á verulegan orkusparnað samanborið við hefðbundin kælikerfi. Þessi lausn hefur reynst mjög vel bæði hér á Íslandi og erlendis. 

Elís nefnir jafnframt að enn séu mörg kælikerfi á markaðnum sem nota F-gös og að endurnýjunarþörfin muni aukast verulega á næstu árum þegar birgðir af F-gösum fara að tæmast. 

Við hjá Kælitækni erum bjartsýn fyrir framtíðinni þar sem stórir jafnt sem smáir viðskiptavinir eru orðnir mun meðvitaðri um umhverfismálin. Við kappkostum að bjóða upp á kælikerfi sem henta öllum á markaðnum, hvort sem það eru lítil eða stór kerfi, og veitum góða ráðgjöf svo að allir finni lausn við hæfi.

Kælitækni mun áfram vera leiðandi í þessari jákvæðu þróun og styðja viðskiptavini sína með orkuparandi og umhverfisvænum lausnum.

Hlustaðu á viðtalið hér: Samfélagið á RÚV (viðtalið við Elís hefst eftir um 18 mínútur)

Fyrra viðtalið frá 2019 má finna hér: Viðtal 2019

Scroll to Top