Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Kælitækni kynnir umhverfisvæn kælikerfi til leiks í Norður-Ameríku

Kælitækni hefur verið að stækka starfsemi sína erlendis og hefur núna sett upp kælikerfi í Evrópu, Afríku og Asíu. Næsta verkefni fyrirtækisins verður að setja upp sérhannað Co2 kælikerfi fyrir matvælaframleiðslu í Toluca, Mexíkó.

Aðstæður í Toluca eru krefjandi þar sem borgin er staðsett 2600 metrum yfir sjávarmáli og krefst því sérstaklega öflugra og stöðugra kælikerfa vegna þess að þar getur bæði orðið mjög kalt og mjög heitt. Kerfið sem Kælitækni mun setja upp er 400 kW Co2 kælikerfi, sem er sérhannað til að viðhalda stöðugum vöruhita með hámarki 0,2°c hitasveiflum. Þetta tryggir að matvælin haldist fersk og örugg á öllum stigum framleiðslu og geymslu.

Þetta er stórt skref fyrir Kælitækni þar sem Co2 kælikerfi eru ekki mikið notuð í Mexíkó enn sem komið er. Með þessu verkefni er Kælitækni að taka skref í átt að því að koma umhverfisvænum kælikerfum inn í landið með sínum traustu samstarfsaðilum. Co2 kerfin eru þekkt fyrir að vera umhverfisvænni en hefðbundin kerfi, sem fellur vel að þeirri umhverfisstefnu sem Kælitækni vinnur eftir.

Við hjá Kælitækni erum spennt fyrir þessu verkefni og hlökkum til að fylgjast með framvindu þess á næstu mánuðum. Við erum staðráðin í að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu og lausnir fyrir viðskiptavini okkar um allan heim.

Scroll to Top