Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður

Við kynnum Þórð Elfarssson til leiks sem nýjann lagerstjóra hjá okkur í Kælitækni.

Þórður hefur mikla reynslu sem lagerstjóri en áður starfaði hann sem lagerstjóri hjá Nóatúni og Krónunni.  Þekking hans mun koma okkur að góðum notum eftir að við hjá Kælitækni fluttum í stærra húsnæði á síðasta ári. Lager okkar hefur stækkað mikið og því mikilvægara en áður að vera með lagerinn í góðum höndum. 

Þórður er mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna og styður sitt lið Liverpool af miklum krafti.  Eins og gengi Liverpool hefur verið á undanförnun árum þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að Þórður mætir í höfuðstöðvar Kælitækni á hverjum morgni með bros á vör.

Við bjóðum Þórð velkominn til starfa og gleðjumst yfir því að lager Kælitækni er nú í góðum höndum.

Scroll to Top