Í síðustu viku fengum við hjá Kælitækni ehf þá ánægju að fá í heimsókn Roman Weingart og Jonas Linnemann frá Teko, samstarfsaðila okkar og birgja.
Ástæða heimsóknarinnar var samvinnuverkefni og þróun að nýrri gerð vélakerfis , sem felur í sér uppsetningu og gangsetningu á CO2 vatnskælikerfi í álveri. Þetta tækniundur mun leiða til marktækra framfara í afköstum og skilvirkni, er hannað til að veita undirgólfskælingu fyrir herbergi með rofaskápum og tölvubúnaði í álverinu.
Hér eru nokkrar tæknilegar upplýsingar um kerfið:
- CO2 kælikerfi
- Afkastageta 200 kW við 7/12 °C vatnshita
- Notað fyrir undirgólfskælingu herbergja með rofaskápum og netþjónum í álveri
- Með CAREL stjórnkerfi
- Með pressum frá Dorin
Við þökkum Roman og Jonas kærlega fyrir komuna og samstarfið í gegnum allt ferlið. Við erum stolt af því að hafa getað lagt okkar af mörkum til þessa verkefnis og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Teko.

